Sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf

11.11.2014

Í september síðastliðnum stóð Matís fyrir ráðstefnu um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf. Ráðstefnan var haldin í tengslum við íslensku sjávarútvegssýninguna og formennsku-áætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Ráðstefnan var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, en auk Matís kom fjöldi aðila að undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar. Má þar meðal annars nefna landssambönd smábátaeigenda í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Nýfundnalandi, auk rannsóknaraðila og einkafyrirtækja í þessum sömu löndum.

Skýrsla frá ráðstefnunni

Allar framsögur á ráðstefnunni eru nú aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins, bæði í pdf formi og myndbandsupptökur. Jafnframt hefur verið gefin út skýrsla með öllum framsögum ráðstefnunnar og bæklingur með úrdrætti úr öllum framsögum.

Nánari upplýsingar Jónas R. Viðarsson hjá Matís.


Fréttir