Sigurvegarar í Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki 2014

14.11.2014

Nú er fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki yfirstaðin. Keppnin var að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fór fram í Norræna húsinu 13. nóvember.

Matís og Ný norræn matvæli II stóðu að þessari keppni. 

Samhliða keppninni var haldin ráðstefna þar sem hægt var að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa stutt og markaðssett matarframleiðslu úr héraði, sjá nánar dagskrá ráðstefnunnar hér. Ráðstefnan var styrkt af Íslandsstofu, Icelandair, Norræna húsinu og Mjólkursamsölunni.

Keppendur voru frá öllum Norðurlöndunum og voru skráðar 110 vörur. 
Keppt var í 8 mismunandi flokkum.

Hér má sjá lista yfir vinningshafa:

Mjólkurafurðir:

Gull     Arla Unika, Sirius (ostur), Danmörk
Silfur   Den Blinde ku, Blåmandag (ostur), Noregur
Brons  Skärvångens bymejeri, Rosalina (ostur), Svíþjóð

Kjötafurðir:

Gull     Sjónarsker, Klettur (þurrkryddaður, saltaður og reyktur lærvöðvi), Ísland
Silfur   Bjarteyjarsandur, Birkireyktur bláberjavöðvi, Ísland
Brons  Bjärhus gårdsbutik, Bjärhus ölpinne (þurrkuð hrápylsa), Svíþjóð

Fiskafurðir:

Gull     Leif Sørensen, Fish chips, Færeyjar
Silfur   Sólsker, Makrílpate, Ísland
Brons  Sólsker, Heitreyktur makríll, Ísland

Ber, ávextir og grænmeti:

Gull    Útoyggjafelagið, Meadowsweet syrup, Færeyjar
Silfur  Útoyggjafelagið, Rabarbusaft, Færeyjar
Silfur  Holt og heiðar, Rabarbarasulta með vanillu, Ísland

Bakstur:

Gull   Cum Pane ekologisk bakverkstad, Fröknäcke (hrökkbrauð), Svíþjóð  

Súrdeigs bakstur:

Gull    Sandholt, Reykt graskersbrauð, Ísland
Silfur  The Coocoo's Nest, Súrdeigsbrauð, Ísland

Nýsköpun í matarhandverki:

Gull    Örtagård Öst, Skuren marmelad, Svíþjóð
Silfur  Urta Islandica,  SPRETTUR-orku og úthalds jurtate fyrir íþrótta- og fjallgöngufólk, Ísland

Salt:

Gull    Saltverk, Birkireykt salt, Ísland
Silfur  Norður & Co, Norðursalt - íslenskt flögusalt, Ísland

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.


Fréttir