• FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

NordBio - Nordic Bioeconomy - áætlun og verkefni

24.2.2015

Boðað er til opins kynningarfundar þar sem NordBio áætlunin og verkefni hennar verða kynnt en Norræna lífhagkerfið (NordBio) er forgangsverkefni í formenskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Markmið NordBio er að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda í því skyni að draga úr sóun og efla nýsköpun, grænt atvinnulíf og byggðaþróun.

NordBio áætluninni leiðir saman breiðan hóp norrænna sérfræðinga sem leggja saman krafta sína og vinna að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Áætlunin nær til þriggja ára (2014-2016).

Hvenær

Þriðjudagur 3. mars, kl. 13-16.

Hvar

Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Dagskrá:

 • Fundarsetning | Eygló Harðardóttir, samstarfsráðherra Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
 • Lífhagkerfið – undirstaða sjálfbærrar þróunar | Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði við Háskóla Íslands.
 • NordBio áætlunin | Halldór Runólfsson, formaður íslensku verkefnisstjórnar NordBio. 
 • WoodBio. Hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu | Ólafur Eggertsson, Skógrækt ríkisins.
 • Nýsköpun í lífhagkerfinu. Tækifæri til vöruþróunar og verðmætasköpunar | Sigrún Elsa Smáradóttir, Matís.
 • Marina. Aukin notkun vistvænnar orku á sjó | Ágústa S. Loftsdóttir, Orkustofnun.
 • Ermond. Vistheimt gegn náttúruvá | Guðmundur Halldórsson, Landgræðsla ríkisins.
 • Biophilia. Sköpun sem kennsluaðferð | Björk Óttarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneytið.
 • Lífauðlindir Norðurlandanna: sjálfbærniviðmið | Brynhildur Davíðsdóttir, Háskóla Íslands.
 • Lífrænn úrgangur til nýsköpunar | Guðrún Lilja Kristinsdóttir, Umhverfisstofnun.
 • Tækifæri tengd lífhagkerfinu á völdum svæðum | Sigríður Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
 • Sjálfbær framleiðsla á próteini | Torfi Jóhannesson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
 • Fyrirspurnir og umræður.

Kaffihlé verður um kl. 14.30.

Fundarstjóri

Danfríður Skarphéðinsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Nánar um NordBio á www.nordbio.org og á Facebook síðu fundarins.


Fréttir