UNA skincare fær viðurkenningu

6.5.2015

Á ársfundi Íslandsstofu hlaut fyrirtækið UNA skincare viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun í útflutningsverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH). 

UNA skincare™ húðvörurnar, komu á markað árið 2012. Rannsóknar- og þróunarvinna vörulínunnar fór fram í náinni samvinnu við Matís, bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Brynhildur Ingvarsdóttir,
framkvæmdastýra UNA skincare
Mynd: Arnaldur, af vef Íslandsstofu

UNA skincare húðvörurnar innihalda einstök lífvirk efni sem unnin eru úr íslenskum sjávarþörungum en vísindamenn UNA skincare hafa þróað einstæða aðferð til að einangra og framleiða virku efnin úr þessari vannýttu íslensku auðlind – aðferð sem tryggir hámarksvirkni og hreinleika efnanna og niðurstöður vísindarannsókna staðfesta að vörurnar hafa jákvæð áhrif á húðina.

Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Ingvarsdóttir í síma 665-0101.


Fréttir