Viljayfirlýsing um samstarf Hafrannsóknastofnunarinnar á Nýfundnalandi í Kanada og Matís

15.6.2015

Í lok síðustu viku skrifuðu Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Glenn Blackwood, aðstoðar forseti Memorial háskólans í Nýfundnalandi og Labrador, undir viljayfirlýsingu um samstarf til aukins framgangs kennslu, þjálfunar og rannsókna og þróunar í málefnum tengdum sjálfbærum fiskveiðum.

Með viljayfirlýsingunni eru auknar áherslur settar á hagnýtar rannsóknir í virðiskeðju sjávarfangs og sjávarafurða og á frekara samstarf við sjávarútvegstengdan iðnað í löndunum tveimur.

Enn fremur skapar viljayfirlýsingin farveg fyrir nemendur og kennara frá löndunum til aukins samstarfs sem tekið getur enn meira mið af þörfum iðnaðarins í löndunum tveimur.

Með þessari viljayfirlýsingu styrkjast málefni Hafrannsóknastofnunarinnar (MI) og Matís út á við þegar kemur að sjálfbærum vexti bláa hagkerfisins.

Nánar um viljayfirlýsinguna á ensku (MoU).


Fréttir