Fjöldi sumarnemenda hjá Matís

24.6.2015

Í sumar starfar hjá Matís fjöldi erlendra og innlendra sumarnemenda. Hlutverk þeirra er margvíslegt, allt frá rannsóknastörfum til markaðsstarfa og allt þar á milli.

Mikil eftirsókn hefur skapast fyrir sumarstörfum og starfstengdu námi hjá Matís þá ekki hvað síst erlendis frá og sérstaklega frá Frakklandi en í sumar er stærsti hópurinn einmitt þaðan. Annars eru nemendurnir frá fjölda annarra landa og má þar nefna Póllandi, Slóveníu, Svíþjóð, Danmörku, Kanada, Ungverjalandi ofl. löndum.

Í vikunni fór nokkur fjöldi til út á Faxaflóa og í Elliðaárnar til að ná í sýni til rannsókna.

 

 


Fréttir