• Heimsókn frá Uganda

Heimsókn frá Uganda

28.11.2003

Þessa dagana er sendinefnd frá Úganda í heimsókn hér á landi til þess m.a. að kynna sér möguleika á samstarfi við Ísland og kynna í leiðinni fyrir landanum viðskipta- og fjárfestingatækifæri í Úganda. Nokkrir úr sendinefndinni heimsóttu Rf í morgun. 

Um er að ræða bæði fólk úr stjórnsýslu og atvinnulífi Úganda, m.a. háttsettir aðilar frá Uganda Investment Authority og er heimsókn þeirra hingað til lands að frumkvæði VUR, Viðskiptaþjónustu Utanríkisráðuneytisins. 

Mikill uppgangur er nú efnahagslífi Uganda og hefur GDP á íbúa vaxið að meðaltali um 3.6% á ári síðan 1995 samkvæmt upplýsingum VUR.  Útflutningur frá Íslandi til Úganda hefur og aukist verulega á s.l. árum og nú starfa þar m.a. allmargir Íslendingar, þeirra á meðal Kristinn Þ. Kristinsson, útibússtjóri Rf á Ísafirði, en hann er í leyfi frá Rf.

Í heimsókninni í Sjávarútvegshúsið í morgun kynnti Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, starfsemi Rf og Tumi Tómasson, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla S.þ. kynnti starfsemi skólans.  Þess má til gamans geta að alls hafa 8 nemendur frá Úganda útskrifast frá skólanum á þeim fimm árum sem hann hefur starfað og er það fjölmennasti hópurinn frá einu ríki. Einn nemandi frá Úganda stundar nám við skólann á yfirstandandi skólaári.


Fréttir