Grein um Listeriu eftir starfsmann Rf í nýjasta tbl. Food Microbiology

6.2.2004

Í nýjasta tbl. hins virta vísindarits Food Microbioloy er grein eftir Birnu Guðbjörnsdóttur, matvælafræðing á Rf, og fleiri, er segir frá niðurstöðum viðamikillar hreinlætisúttektar m.t.t mengunar af völdum Listeriu í kjöt-, fisk- og fuglakjötsvinnslum á Norðurlöndum.  

Listeria monocytogenes er Gram+ stafgerill sem á undanförnum árum hefur valdið töluverðum usla, samfara aukinni neyslu tilbúinna og hrárra matvæla, en gerillinn drepst við hitun í 2 mín við 70°C.

Fyrsta þekkta Listeria sýking sem rekja mátti til neyslu matvæla (hrásalats í þessu tilfelli) varð árið 1981 í Kanada en þá veiktust a.m.k. 41 og og þar af dóu sjö. Matarsýking af völdum Listeria monocytogenes getur valdið fósturláti, blóðeitrun og heilahimnubólgu en einnig vægari einkennum sem líkjast inflúensu en þessar sýkingar eru þó mjög sjaldgæfar eða 1 til 4 tilfelli á hverja milljón íbúa í löndum Evrópu og N-Ameríku. Helstu áhættuhópar eru ófrískar konur, nýfædd börn og sjúklingar með skerta ónæmissvörun.    

Greinin í Food Microbiology nefnist "The incidence of Listeria monocytogenes in meat, poultry and seafood plants in the Nordic countries," og er Birna fyrsti höfundur hennar en alls eru 8 vísindamenn frá Finnlandi, Svíþjóð, Færeyjum og Noregi skráðir fyrir greininni.   Auk Birnu er einn annar starfsmaður Rf meðhöfundur, Guðjón Þorkelsson.

Lesa grein


Fréttir