• Sigurjón Arason

Grein frá Rf um nýtingu aukaafurða í bandarísku ráðstefnuriti

12.2.2004

Í nýútkominni bók er nefnist Advances in Seafood Byproducts: 2002 Conference Proceedings og gefin er út af Alaska Sea Grant College Program, birtist grein eftir Sigurjón Arason, efnaverkfræðing á Rf og einn helsta sérfræðing Rf á þessu sviði.

Grein Sigurjóns ber heitið "Utilization of Fish Byproducts in Iceland," og er þar að finna e.k. yfirlit yfir nýtingu á aukaafurðum hér á landi á síðustu árum og hvernig ýmsu því sem áður var hent, annað hvort í sjóinn við veiðar, s.s. innyflum, hausum og afskurði eða við vinnslu í landi, er nú nýtt og selt fyrir milljarða króna.  Enda erum við hætt að tala um úrgang og tölum frekar um aukahráefni í þessu sambandi. 

Í bókinni eru greinar vísindamanna sem sátu ráðstefnu í Alaska í nóvember 2002 um nýtingu aukaafurða úr sjávarfangi.  Eitt af því sem vekur athygli er hversu margir komu frá Asíu.  Að sögn Sigurjóns var mjög fróðlegt að heyra viðhorf Asíubúa varðandi aukaafurðir, en þar er greinilega ekki til neitt sem heitir fiskúrgangur, allt er nýtt til fullnustu. Hins vegar voru viðhorf heimamanna í Alaska í þessum efnum lík því sem tíðkuðust hér á landi fyrir 10-15 árum.  

Þeir sem hafa áhuga á að nálgast bókina geta smellt hér.


Fréttir