• Sjávarútvegsnefnd Alþingis í heimsókn á Rf

Sjávarútvegsnefnd Alþingis fundar með Rf

16.2.2004

Sjávarútvegsnefnd Alþingis sótti Rf heim í morgun og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Í nefndinni sitja 9 þingmenn og heldur nefndin sína reglulegu fundi á mánudagsmorgnum.  Undir nefndina heyra flest þau mál sem varða sjávarútveg hér á landi, nýtingu fiskimiða, meðferð og vinnslu sjávarafla.

Á fundinum í morgun kynnti Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, stofnunina og deildarstjórar kynntu ýmis verkefni sem unnið er að. Voru þingmennirnir áhugasamir og spurðu margs, reyndar svo að stytta varð kynnisferð þingmannanna um stofnunina, sem fyrirhuguð hafði verið að loknum fundi.

Í sjávarútvegsnefnd sitja nú eftirfarandi þingmenn:

Einar K. Guðfinnsson, Guðjón Hjörleifsson (formaður), Guðlaugur Þ. Þórðarson, Hjálmar Árnason, Jóhann Ársælsson, Jón Gunnarsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján L. Möller og Magnús Þór Hafsteinsson.  Ritari nefndarinnar er Elín Valdís Þorsteinsdóttir, lögfræðingur.   

 


Fréttir