• Guðrún og Soffía við rafnefið

Grein í virtu vísindatímariti um margþátta skynjaratækni

19.3.2004

Í nýjasta tölublaði vísindaritsins Trends in Food Science and Technology er að finna grein sem nefnist Multisensor for fish quality determination. Aðalhöfundur hennar er Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf.

Í greininni í Trends in Food Science and Technology er greint frá niðurstöðum úr verkefninu Þróun á margþátta skynjaratækni til að meta ferskleika og gæði fisks, sem hófst árið 1998. Þátttakendur í verkefninu voru frá sex Evrópulöndum og var Soffía V. Tryggvadóttir, matvælafræðingur á Rf, verkefnisstjóri á Rf, en hún er einmitt einn af meðhöfundum greinarinnar.

Eftir því sem viðskipti með matvæli aukast á milli fjarlægra heimshluta og sífellt stærri hluti viðskipta er með "óséða" vöru, þ.e. kaupandinn hefur ekki tök á að skoða hverja einustu vöru, t.d. hvern fisk sem hann kaupir, verður æ brýnna að þróa fljótvirka og áreiðanlega tækni til að meta gæði vörunnar. Hvað matvæli varðar skipta þættir eins og ferskleiki meginmáli, bæði hvað varðar öryggi þeirra fyrir neytendur og einnig geymsluþol og þar með verðmæti vörunnar.

Lesa grein


Fréttir