Fundur um Listeriu í matvælum, mönnum og dýrum.

23.3.2004

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Örverufræðifélag Íslands boða til fræðslufundar þriðjudaginn 30 mars kl. 13.00 -16.00 á Grand Hótel Reykjavík. Fundarefnið er Listeria í mönnum, dýrum og matvælum.

Listeria monocytogenes er baktería sem finnst í mörgum matvælategundum. Tíðni hennar er sem betur fer lág en hún getur valdið alvarlegum sýkingum í mönnum og dýrum.

Á fundinum á Grand Hótel verður fjallað um sýkingar af völdum Listeria monocytogenes og hvernig ástandið er í dag í matvælavinnslu með tilliti til hennar. Kynntar verða rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum á Rf í tengslum við matvælaiðnað. Farið verður yfir hvernig best er að koma í veg fyrir að Listeria monocytogenes berist inn í matvælavinnslu og nái að festa sig þar í vinnsluumhverfinu. Stofnagreiningum á bakteríunni verður lýst, en þær eru notaðar til þess að rekja uppruna og mengunarleiðir í matvælavinnslu. Loks verður fjallað um náttúrulega rotvörn sem er mögulegur valkostur til að hindra vöxt Listeria í matvælum.

Fundarstjóri: Bjarnheiður Guðmundsdóttir, formaður Örverufræðingafélags Íslands. Þátttökugjald: 500 kr.

Dagskrá:

13.00-13.05 Fundarsetning - Bjarnheiður Guðmundsdóttir

13.05-13.30 Listeriosis ? sýkingar í mönnum - Már Kristjánsson, læknir

13.30-13.55 Listeria sýkingar í dýrum - Kristín Björg Guðmundsdóttir, dýralæknir

13.55-14.20 Listeria í matvælavinnslu - Birna Guðbjörnsdóttir, matvælafræðingur

14.20-14.50 Kaffihlé

14.50-15.15 Stofnagreininar á Listeria. Sigrún Guðmundsdóttir, líffræðingur

15.15-15.40 Náttúruleg rotvörn. Hélène L. Lauzon, matvælafræðingur

15.40-16.00 Umræður

16.00 Fundi slitið


Fréttir