• Sjofn_Sigurgisladottir

Rannsóknir lykillinn að meiri verðmætasköpun, segir forstjóri Rf

31.3.2004

Í grein í Morgunblaðinu í dag fjallar Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, um nauðsyn markvissra rannsókna og þróunar sem lykilatriðis í því að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða til frambúar.

Mörgum kann að þykja það skjóta skökku við að aflaverðmæti hafi heldur lækkað á undanförnum misserum, þrátt fyrir markvissar tilraunir til að auka verðmætið. Skýringuna má einkum rekja til gengisþróunar, sérstaklega bágrar stöðu bandaríkjadals.

Eitt af því sem Sjöfn bendir á í grein sinni er nauðsyn þess að finna leiðir til að auka hlutfall sjávarfangs sem við notum til manneldis, t.d. að auka hlutfall þess mikla uppsjávarfla sem veiðist árlega til manneldis.  

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni nam verðmæti uppsjávarafla af Íslandsmiðum aðeins 12,2 milljörðum króna árið 2003, eða um 20% af um 67 milljarða heildaraflaverðmætum, þrátt fyrir að uppsjávaraflinn hafi að magni til verið um 70% af heildaraflanum.

Lesa grein í Morgunblaðinu.


Fréttir