• Þáttakendur á fundi um Listeriu

Listeria stundum í meira magni í lokaafurðum en í sjálfu hráefninu

6.4.2004

Um 50 manns sóttu fund Rf og Örverufræðingafélags Íslands um Listeriu, sem haldinn var nýlega. Eitt af því sem er athyglisvert við þessa bakteríu er að hún finnst stundum í meira magni í lokaafurðum, þ.e. eftir að búið er að vinna hráefnið í matvælavinnslu.

Þetta kom m.a. annars fram í erindi Birnu Guðbjörnsdóttur, matvælafræðings á Rf. Ástæðan er sú að Listeriubakterían er afar harðger baktería, sem erfitt getur verið að losna við úr matvælavinnslum ef hún nær að mynda s.k. biofilmu og setjast að í vinnslunni.

Hér má skoða flesta fyrirlestra sem fluttir voru á fundinum:

Listeriosis? sýkingar í mönnum - Már Kristjánsson, læknir

Listeria sýkingar í dýrum - Kristín Björg Guðmundsdóttir, dýralæknir

Listeria í matvælavinnslu - Birna Guðbjörnsdóttir, matvælafræðingur

Stofnagreininar á Listeria - Sigrún Guðmundsdóttir, líffræðingur

Náttúruleg rotvörn - Hélène L. Lauzon, matvælafræðingur


Fréttir