GAFTA - viðurkenning Rf endurnýjuð

14.4.2004

Samtök mjöl og fóðurframleiðenda í Bretlandi, The Grain and Feed Trade Association, veitir tvisvar á ári viðurkenningar þeim stofnunum og fyrirtækjum sem þau telja að uppfylli ýtrustu kröfur um mælingar á mjöli og fóðurmjöli.   Nýlega endurnýjuðu samtökin viðurkenningu til handa Rf.

Tvisvar á ári tekur starfsfólk efnarfræðistofu Rf þátt í samanburðarmælingum hjá samtökum fóðurframleiðenda í Bretlandi (GAFTA). Sýnið sem mælt er er fóðursýni og eru mældir þættir eins og prótein, fita, vatn og aska. Strangar kröfur eru gerðar til þeirra aðila sem vilja standast prófið og ef niðurstöður eru óviðunandi í eitt skipti er viðkomandi bent á að endurskoða framkvæmdina.  Ef niðurstöður á sama þætti eru enn ekki viðunandi í næsta skipti þar á eftir, er rannsóknastofan tekin af lista GAFTA.  Ef slíkt gerist er reyndar hægt að sækja um af fá að taka samanburðarpróf aftur eftir sex mánuði. 

Rf hefur verið þáttakandi í þessum samanburðarmælingum GAFTA frá árinu 1997 og hefur alltaf fengið endurnýjun á skírteininu sínu. Nýtt skýrteini barst nú í apríl og gildir það fram í október á þessu ári.

Heimasíða GAFTA.


Fréttir