• Annual report 2003

Ársskýrsla Rf á ensku komin út.

8.7.2004

Skýrsla með yfirliti um starfsemi Rf á árinu 2003 er nú einnig komin út á ensku. Er skýrslan örlítið styttri en íslenska útgáfan eða 43 bls í stað 48. Hægt er að nálgast báðar skýrslurnar sem pdf-skjöl hér á heimasíðunni.

Ársskýrsla Rf hefur aldrei verið jafn viðamikil og þetta árið, en fyrri ársskýrslur hafa verið 20-24 bls. Þessi þróun er e.t.v. að einhverju leyti lýsandi fyrir það hvernig Rf hefur breyst á undanförnum árum. Þannig hefur verkefnum fjölgað, þrátt fyrir að starfsfólki hafi fækkað nokkuð á s.l. 5-6 árum.

Einnig var óvenju mikið um að vera á Rf á árinu 2003, ýmsir viðburðir haldnir, sem ekki er daglegt brauð og má þar t.d. nefna TAFT ráðstefnuna sem haldin var í júní 2003 og svo Haustfund Rf sem haldinn var í nóvember.  Á báðum þessum ráðstefnum kom starfsfólk Rf mikið við sögu og kynnti verkefni sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. 

Ársskýrslan á ensku


Fréttir