Fundur um hreinlæti í mjólkuriðnaði í september.

20.8.2004

Þann 9. september verður haldinn fundur á Grand Hotel Reykjavik um hreinlæti í mjólkuriðnaði. Rf skipuleggur þennan fund í samvinnu við VTT Biotechnology í Finnlandi. Fundurinn er styrktur af Nordic Innovation Centre, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Einhverjum kann að finnast undarlegt að Rf skuli standa fyrir fundi um hreinlæti í mjólkuriðnaði, en benda má á að Rf er stærsta matvælarannsóknastofnun á Íslandi og sinnir fleiri greinum matvælaiðnaðar en fiskiðnaði eingöngu.

Á fundinum í september verða kynntar niðurstöður norræna verkefnisins DairyNet sem hefur verið í gangi undanfarin 3 1/2 ár, en í því voru skoðaðir ýmsir þættir varðandi hreinlæti í norrænum mjólkuriðnaði. Fimm erlendir fyrirlesarar munu kynna niðurstöður sínar á fundinum og einnig verða þar fjórir íslenskir fyrirlesarar sem munu kynna íslenska hluta verkefnisins. Íslenskir fyrirlesarar halda sín erindi á íslensku en erlendu fyrirlesararnir flytja sín erindi á ensku.

Þátttökugjald er 5000 kr og er innifalið í því fundargögn, kaffi og hádegisverður.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst til Sigrúnar Guðmundsdóttir e-mail sigrun@rf.is eða Birnu Guðbjörnsdóttur e-mail birna@rf.is  eða í gegnum fax 530-8601.

DAGSKRÁ:

08:30  Skráning og afhending fundargagna

09:15  Setning fundar -
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf

09:30  Áhrif sótthreinsiefna á bakteríustofna einangraða í mjólkuriðnaði -
Jóhann Örlygsson, Háskólanum á Akureyri

10:15  Mengunarleiðir Listeria monocytogenes í mjólkuriðnaði -
Sigrún Guðmundsdóttir, Rf

11:00  Kaffi

11:30  Mat á ávinningi iðnaðarins af DairyNet verkefninu -
Ólafur Jónsson, Norðurmjólk/Bústólpi

12:15  The Nordic DairyNet-project -
Gun Wirtanen, VTT Biotechnology, Finnland

12:45  Hádegisverðarhlé

13:45  Raw milk hygiene -
Jens Petter Homleid, TINE, Norway

14:15  Microbial contamination routes and hygiene check-ups in cheese plants -
Harriet Alnås, Arla Foods Innovations, Svíþjóð

14:45  Residue testing cleaning agents and disinfectants on process surfaces using photobacteria -
Satu Salo, VTT Biotechnology, Finnland

15:15  Kaffi

15:45  Hygienic system integration -
Lotte Dock Steenstrup, BioCentrum-DTU, Danmörk

16:15  Notkun á timbri við matvælaframleiðslu m.t.t. hreinlætis -
Birna Guðbjörnsdóttir, Rf

16:45  Samantekt -
Gun Wirtanen, VTT Biotechnology

17:00  Fundarlok
Fréttir