• Námskeið í Billingsgate markaðinum, London

Greinar frá Rf um ferskfiskmat og vinnslu lífvirkra peptíða í nýasta tbl. Ægis.

8.9.2004

Í sjöunda tbl. Ægis 2004 er að vanda að finna ýmsa forvitnilega umfjöllun sem tengist sjávarútvegi og vinnslu sjávarfangs. Þar á meðal eru tvær greinar eftir sérfræðinga Rf, sú fyrri um þörfina á samræmdu mati á ferskleika fisks og sú seinni um vinnslu lífvirkra peptíða úr sjávarfangi.

Höfundur greinarinnar Þarf að meta ferskleika fisks? er Emilía Martinsdóttir, efnaverkfræðingur og deildarstjóri þeirrar deildar á Rannsóknarsviði Rf sem hefur með neytendur og öryggi matvæla að gera. Emilía hefur komið mikið við sögu við þróun og kynningu gæðastuðulsaðferðarinnar (Quality Index Method (QIM), sem er alhliða, samræmd aðferð við mat á ferskum fiski og sem nú er að ryðja sér til rúms á helstu fiskmörkuðum Evrópu.

Margrét Geirsdóttir er höfundur greinarinnar Lífvirk peptíð, en þar fjallar hún m.a. um það hvaða fyrirbæri þetta er og um hugsanlega vinnslu lífvirkra peptíða úr íslensku sjávarfangi í framtíðinni.  Er óhætt að segja að þar sé um sannkallaða gullnámu að ræða, ef vel tekst til.  Margrét er með meistaragráðu í matvælafræði og vinnur nú að doktorsverkefni sínu um eiginleika vatnsrofinna próteina hér á Rf.  Hún starfar í vinnslu- og þróunardeild Rannsóknarsviðs Rf.
Fréttir