Alþjóðleg ráðstefna um heilnæmi og öryggi matvæla í október.

22.9.2004

Dagana 14-15 október verður ráðstefnan Safe and Wholesome Food: Nordic reflections, haldin á Nordica hótelinu í Reykjavík. Á meðal gestafyrirlesara eru háttsettir aðilar frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hinni nýju Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA).

Óhætt er að segja að á ráðstefnunni verði fjallað um flesta þá þætti sem skipta máli þegar rætt er um öryggi og heilnæmi matvæla. Sífellt eru gerðar meiri kröfur á alþjóðavettvangi hvað matvæli  varðar, t.d. um rekjanleika o.fl. og finnst mörgum reyndar nóg um þann reglugerðafrumskóg nú þegar.  Hér er hins vegar tækifæri til að fá leiðsögn um skóginn frá skógarvörðunum sjálfum og því ættu íslensk matvælafyrirtæki og rannsóknastofnanir á þessu sviði ekki að láta þessa ráðstefnu fram hjá sér fara. 

Ráðstefnuritið er hér á pdf-formi 
Fréttir