• Á Þjónustusviði Rf

Árlegri úttekt á gæðakerfi og faggildingu Þjónustusviðs lokið: Rf stóðst prófið með láði.

28.9.2004

Árleg úttekt SWEDAC (sænsku löggildingarstofnunarinnar) á gæðakerfi og faggildingu mælinga á Þjónustusviði Rf í Reykjavík og á Neskaupstað var gerð í gær. Voru úttektaraðilar ánægðir með það sem þeir sáu og heyrðu á Rf.

Þetta er í áttunda sinn sem SWEDAC gerir slíka gæðaúttekt á Rf. Að þessu sinni gerðu Svíarnir einungis úttekt í Reykjavík og Neskaupstað, enda hefur Rf hætt starfsemi þjónustustarfsstöðva sinna á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Á þessum stöðum hafa verið stofnuð eða stendur til að stofna sérstök fyrirtæki til að annast slíka þjónustu.

Ekki var sótt um neina nýja mælingu að þessu sinni.  Þær athugasemdir sem úttektaraðilarnir gerðu vorur smávægilegar og auðvelt að lagfæra þær. Starfsfólk þjónustusviðs Rf fékk almennt þá umsögn að það væri áhugasamt og vel að sér í allri framkvæmd gæðakerfisins. Þetta á ekki hvað síst við um það að  allir starfsmenn séu áhugasamir og meðvitaðir um tilgang gæðaeftirlits sem framkvæmt er á mælingum, bregðist rétt við þegar við á og skrái niður viðbrögð.
Fréttir