Örugg og góð þjónusta hjá Matís

31.3.2016

Hjá Matís er boðið upp á örugga og góða þjónustu sem stenst fyllilega samanburð við þjónustu sambærilegra erlendra fyrirtækja og stofnana.

Fleiri og fleiri átta sig á mikilvægi erfðagreininga. Hvort sem um er að ræða erfðagreiningar á fiski, t.d. vegna deilna um tegundastofna, greiningar á ætterni hunda þegar til stendur að kaupa hreinræktaðan hund eða greiningar á hestum vegna útflutnings þá er mikilvægi erfðagreiningar óumdeilt. Matís býður upp á slíkar greiningar og fleiri til og hafa ræktendur í auknu mæli leitað til Matís þegar kemur að kynbótum í ræktunarstarfi og hvernig best sé að para saman til að ná þeirri útkomu sem óskað er eftir.

Dæmi um þjónustumælingar

Dæmi um mælingar vegna erfðakynbóta

Nánari upplýsingar um þjónusturannsóknir og -mælingar


Fréttir