• Bacterial_colonies

Ráðstefna: Baráttan gegn sýklalyfjaónæmi

4.5.2017

Matvælastofnun og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) boða til ráðstefnu um baráttuna gegn sýklalyfjaónæmi mánudaginn 15. maí 2017 kl. 13:30 – 16:30 í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík. 

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag skv Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Dauðsföll af völdum fjölónæmra baktería hafa aukist og er áætlað að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um 700 þúsund dauðsföllum í heiminum á hverju ári, þar af 25 þúsund í Evrópu. Hver er staða sýklalyfjaónæmis á Íslandi og í Evrópu og hvernig má verjast frekari aukningu á lyfjaónæmum bakteríum? 

Nánar


Fréttir