Rannsóknir í Surtsey

13.8.2018

Breytingar á nýju eldfjalli hafa ekki verið rannsakaðar annarstaðar í heiminum en í Surtsey. Þátttaka Matís í samstarfinu hverfist um rannsókn á landnámi lífvera einkum örvera.

 

Vísindamenn Matís voru í hópi vísindafólks sem fór í seinni leiðangurinn af tveimur í Surtsey sumarið 2018, og er nú unnið úr niðurstöðum en gögnin nýtast til margvíslegra rannsókna.

Í leiðangrinum var m.a. skoðað hvernig samfélag örvera verður til og þróast í berginu langt undir yfirborði jarðar við háan hita allt, eða að 80 gráðum.

Í þetta skiptið fóru vísindamenn frá Náttúrufræðistofnun, Landbúnaðarháskólanum , Jarðvísindastofnun, Matís og ÍSOR auk meistara- og doktorsnema, tveggja erlendra vísindamanna og ljósmyndara.

 

Friðlandið Surtsey var samþykkt á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008. Mikið er lagt upp úr því að raska ekki lífríki Surtseyjar við rannsóknirnar. Allir aðilar sem að verkefninu koma hafa fengið nákvæmar leiðbeiningar varðandi undirbúning og þær aðstæður sem þar eru til að tryggja lágmarks rask í aðdraganda þess að þeim var leyft að stíga í land í Surtsey.


Fréttir


Tengiliður