Rjómabúið Erpsstöðum vekur athygli forseta Íslands

8.12.2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var í heimsókn hjá Rjómabúinu Erpsstöðum í vikunni. Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir reka þar blómlegt bú en þau, ásamt börnum sínum, hafa stundað nýsköpun af kappi undanfarin ár og áratug. Þau eru sannarlega ímynd hins íslenska frumkvöðlabónda.

Forsetinn og föruneyti fengu leiðsögn um nýja skyrsýningu og brögðuðu á skyri og nýjum rabarbaramysudrykk við góðan orðstír. Skyrsýningin er unnin í samvinnu við Matís og verður opnuð síðla vetrar.

Ef þú hefur ekki nú þegar kíkt í heimsókn á Erpsstaði, þá mælir allt með því að þú kíkir næst þegar það er opið hjá þeim ;)


Fréttir


Tengiliður