Skemmtileg heimsókn frá Háskólafélagi Suðurlands

29.2.2016

Fyrir stuttu komu nemendur Matvælabrúarinnar frá Háskólafélagi Suðurlands í heimsókn í Matís og dvöldust hér daglangt á námskeiði í skynmati. Kennarar voru Kolbrún Sveinsdóttir og Aðalheiður Ólafsdóttir.

Í námskeiðinu fengu nemendur yfirsýn yfir hvað skynmat er og hvernig það er notað í matvælaframleiðslu, og gæðaeftirliti.


Mynd: vefur hfsu.is

Kennslan var bæði bókleg og verkleg, nemendur lærðu að þekkja grunnbragðefni, nota lyktarskyn og kynntust ólíkum aðferðum við skynmat. Að auki var nemendum kynnt hvernig prófanir á bragði, lykt og áferð vöru eru notaðar við neytendakannanir og mismunandi aðferðir við neytendakannanir. Niðurstöður verklegu æfinganna voru teknar saman með sömu aðferðum og beitt er við rannsóknir Matís og urðu umræður fjörugar og fróðlegar.

Nánari upplýsingar veita Kolbrún Sveinsdóttir og Aðalheiður Ólafsdóttir hjá Matís og Ingunn Jónsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands.

Frétt unnin upp úr texta á vef hfsu.is.


Fréttir