Spennandi dagskrá á Matvæladegi - matvælastefna fyrir Ísland

23.10.2018

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Af þessu tilefni blásum við til Matvæladags MNÍ til að ræða matvælastefnu fyrir Ísland frá hinum ýmsu sjónarhornum. 

Dagskráin lítur mjög vel út og spennandi fyrirlesarar sem munu varpa ljósi á sjónarhorn sitt og sinna samtaka um hvernig matvælastefna fyrir Ísland eigi að líta út.

Þar má nefna

  • Jónu Björg Hlöðversdóttur frá Samtökum ungra bænda,
  • Ara Edwald frá Mjólkursamsölunni,
  • Bryndísi Evu Birgisdóttur frá Rannsóknastofu í næringarfræði,
  • Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda,
  • Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • og fleiri mjög öfluga fyrirlesara. 

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, 858-5111.

Dagskrá og skráning


Fréttir