Fréttir

Styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fiskimjöls- og lýsisframleiðsla hefur í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk í fiskvinnslu Norðurlanda. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Í ljósi þessara breytinga og stöðuna sem varað hefur sl. áratug, er nauðsynlegt að taka höndum saman og blása lífi í framleiðslu á hágæða fiskimjöli og lýsi enda næringarfræðilegur ávinningur augljós af því að slíkar afurðir skiluðu sér í fóður- og fæðukeðjur.

Nú er í gangi verkefni sem er einmitt sett af stað til að styrkja þessa framleiðslu og hafa Norðurlöndin tekið höndum saman og sett á laggirnar svokallað norrænt gæðaráð fyrir fiskimjöl og olíu, e. Nordic Centre of Excellence in Fishmeal and –oil. Slíkt mun styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis.

Ætlunin er að koma norrænni framleiðslu á fiskimjöli og lýsi í fremstu röð og tryggja þannig framboð af öruggu og gæða fiskimjöli og lýsi til fóður- og fæðugerðar.