Fréttir

Þrettán hljóta styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

27. apríl sl. úthlutaði Watanabe sjóðurinn styrkjum til þrettán aðila og að því tilefni var haldin athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. 

Níu nemendur og fjórir fræðimenn á afar fjölbreyttum fræðasviðum við bæði íslenska og japanska háskóla hljóta styrki að upphæð samtals um ellefu milljónir króna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands. Styrkirnir voru afhentir við athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 27. apríl. Viðstödd úthlutunina voru Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, og eiginkona hans, Hidemi Watanabe.

Matís tengist úthlutun eins styrkjar en Kazufumi Osako, dósent við Tokyo University of Marine Science and Technology, fær styrk til viku dvalar á Íslandi, til að efla þríhliða samstarf við bæði Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Matís. Guðjón Þorkelsson er tengiliður Háskóla Íslands vegna þessa og tók við styrknum fyrir hönd styrkþega. Kazufumi Osako mun funda með Matís og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, í september í haust í tengslum við World Seafood Congress.

Meira