Fréttir

Þróun á matvörum fyrir eldra fólk sem hætt er við vannæringu – MS fyrirlestur við HÍ

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Að vera vel nærður er mikilvægt fyrir líkamlega- og andlega heilsu. Vannæring er algeng meðal eldri einstaklinga sem koma inn á spítala. Eftir útskrift af spítala eru þessir einstaklingar ennþá í slæmu næringarástandi.

Markmið verkefnisins var að þróa lystugar og bragðgóðar vörur sem bæta næringarástand eldri einstaklinga. Áhersla var lögð á að þróa vörur með mjúka áferð vegna tyggingar- og kyngingarörðugleika, sem einnig voru orkuþéttar og próteinríkar og jafnframt auðveldar í meðhöndlun með tilliti til minni hreyfigetu og vöðvastyrks.

Hvar: Læknagarður, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík

Hvenær: Föstudaginn 18. maí kl. 15.30 -16.15

Leiðbeinendur: Kolbrún Sveinsdóttir, Matís og Guðjón Þorkelsson, Matís, HÍ

Prófdómari: Ingibjörg Gunnarsdóttir, HÍ

Prófstjóri: Ólöf Guðrún Geirsdóttir, HÍ