Þróun, gæði, öryggi og framleiðsla á hrápylsum úr ærkjöti

17.8.2017

Rúnar Ingi Tryggvason tók til umfjöllunar í sérverkefni við Matvælafræði við Háskóla Íslands framleiðslu á hrápylsum úr verðminni kjötstykkjum, svosem eins og úr ærkjöti eða hrossum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Matís og Beint frá býli og með styrk frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.

Sauðfjárafurðir eru stór hluti framleiðsluverðmæta bænda á Íslandi, einna helst lambakjöt. Ærkjöt er ekki talið vera jafn gott kjöt og lambakjöt og fæst því mun lægra afurðaverð fyrir vikið.  

Nánari upplýsingar veita Óli Þór Hilmarsson og Guðjón Þorkelsson hjá Matís. 


Fréttir


Tengiliður