Upptökur frá matvæladegi MNÍ

30.10.2018

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands fór fram 25. október. Á dagskránni var að fjalla um matvælastefnu fyrir Ísland frá sem flestum sjónarhornum og komu fjölmargir fyrirlesarar með sjónarhorn sitt og sinna samtaka á fundinn. 

Líflegar umræður sköpuðust enda sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að smíða matvælastefnu fyrir Ísland. Rúmlega 100 manns sóttu daginn. 

Matvæladagur var kærkominn fyrir þá vinnu sem framundan er við að setja matvælastefnu fyrir Ísland en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti saman hóp sem setja á þessu stefnu saman og er reiknað með að þeirri vinnu verði lokið í lok árs 2019. 

Fjöreggið var einnig afhent en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Að þessu sinni var það Rjómabúið á Erpsstöðum sem hlaut Fjöreggið. 

Upptökur og glærur (þar sem við á)

Fyrirlesari og efnistök Upptaka hefst og endar u.þ.b. Glærur (pptx)
Fundarstjóri | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís. 13:00 – 13:02  
Setning | Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. 13:02 – 13:15  
Afhending Fjöreggsins | Guðrún Hafsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins. 13:15 – 13:30  
Arnljótur Bjarki Bergsson, Matís. 13:30 – 13:40 Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel.
Kristín Vala Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands.

13:40 – 13:51

Getum við sett matvælastefnu án sjálfbærnihugsunar?

Jóna Björg Hlöðversdóttir, Samtök Ungra Bænda.

13:51 – 14:02

 

Fyrir hverja er matvælastefna?
Magnús Óli Ólafsson, Innnes.

14:02 – 14:12

 

Passa sjónarmið innflutningsaðila inn í matvælastefnu fyrir Ísland?
Kristján Þórarinsson, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

14:12 – 14:22

 

Matvælastefna: sameiginlegir þættir.
Ari Edwald, Mjólkursamsalan.

14:22  – 14:33

 

Hvatar til aukinnar hráefnanýtingar.
Kaffi. 14:33 – 15:00  
Sæmundur Sveinsson, LHBÍ.

15:00 – 15:10

 

Sjálfbær landbúnaður? Heimsmarkmiðin? Hvað getur Landbúnaðarháskóli Íslands gert?
Axel Helgason, Landssamband smábátaeigenda.

15:10 – 15:20

 

Valkostir neytenda og ábyrgð þeirra gagnvart umhverfinu.
Bryndís Eva Birgisdóttir, Rannsóknastofa í næringarfræði.

15:20 – 15:31

 

Matvælastefna – Stefna að matargleði og bættri lýðheilsu.
Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

15:31 – 15:42

 

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbær þróun.
Pallborðsumræður. 15:42 – 16:12  
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís. 16:12 – 16:24  

Fréttir