• Sjávarútvegsráðstefnan

Vel heppnuð Sjávarútvegsráðstefna 2015 að baki

26.11.2015

Matís tók þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 sem lauk í síðustu viku. Óhætt er að segja að aldrei hafi jafn margir sótt ráðstefnuna og eru skipuleggjendurnir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Þeir starfsmenn Matís sem sóttu ráðstefnuna taka í sama streng.

Erindi á netinu

Nú er hægt að sækja öll erindi sem haldin voru á Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 á vef ráðstefnunnar undir liðnum Dagskrá 2015 . Einnig hafa nemar Háskólans á Akureyri haldið úti Facebook síðu þar sem er að finna samantekt úr erindum.

SUR_2015_1_LoRes
                                                       Frá ráðstefnunni

Þátttakendur

Skráðir þátttakendur voru um 750 og hafa aldrei verið fleiri. Mestur fjöldi þátttakenda í ráðstefnusölum var um 550 manns, en margir sóttu aðeins hluta ráðstefnunnar. Rúmlega þrjú hundruð manna fundarsalir voru þétt setnir í nokkrum málstofum, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Það sem fram fer utan ráðstefnusala er einnig mikilvægt, en Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. 

Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunar 2015

Margildi bar sigur úr býtum um Framúrstefnuhugmyndina og óskar Matís starfsmönnum Margildis hjartanlega til hamingju.


Fréttir