Viggó Þór Marteinsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Matvæla- og næringarfræðideild

28.10.2019

Af því tilefni bjóðum við til viðburðar þar sem fjallað verður um feril Viggós Þórs en rannsóknir hans hafa einkum beinst að mismunandi búsvæðum örvera; hvaða örverur eru til staðar, hvaðan þær koma, hvað þær eru að gera og hvernig.

Þessi búsvæði spanna allt frá umhverfi í tengslum við matvæli eins og t.d. við eldi fiska og dýra, vinnsluumhverfi þeirra, áhrif örvera á matvæli og matvælaöryggi, til jaðarumhverfis (extreme environment), þar sem ekkert líf þrífst nema örverur. Dæmi um slík jaðarbúsvæði eru til dæmis sjávar- og landhverir, neðanjarðarlífríki og vötn undir íshellum jökla. Rannsóknir Viggós hafa snúist um bæði grunn- og hagnýtar rannsóknir.

Prófessorsfyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 6. nóvember kl. 15 í Læknagarði í stofu 201. Eftir fyrirlesturinn verður boðið upp á veitingar á 4. hæð Læknagarðs. Allir velkomnir. 


Fréttir