• FK-bjartari

Vilt þú taka þátt í umræðum um myndbönd í sýndarveruleika?

19.11.2020

Við hjá Matís leitum eftir fólki til að taka þátt í umræðuhópum fyrir rannsóknarverkefni sem snýst um myndbönd í sýndarveruleika og nýsköpun á sviði matvæla.

Í þátttökunni felast umræður um viðfangsefnið í 4-6 manna hópi neytenda og verður umræðunum stýrt af starfsmanni Matís. Umræðurnar verða haldnar í gegn um Teams fjarfundabúnaðinn. Þátttakendur þurfa því að hafa tölvu eða síma til ráðstöfunar. Einnig þurfa þátttakendur að hafa rafræn skilríki. Þátttakendur fá send til eignar sýndarveruleikagleraugu úr pappa, sem þeir nota til að horfa á sýndarveruleikamyndböndin.

þátttakendur verða meðal annars spurðir út í mataræði, viðhorf til nýrra gerða matvara, viðhorf til myndbanda í sýndarveruleika og möguleika til að nota þau til fræðslu um matartengd málefni.

Áætlaðar tímasetningar fyrir umræðurnar eru annað hvort 2. eða 3. desember, klukkan 19:00. Gert er ráð fyrir að umræðurnar taki að hámarki tvo tíma. Að umræðunum loknum fá þátttakendur 5.000 kr. þóknun.

Umræðurnar verða teknar upp, bæði hljóð og mynd, og unnið verður úr niðurstöðum samkvæmt aðferðafræði fyrir eigindlegar rannsóknir. Vinnsla gagna verður í samræmi við persónuverndarlög.

Ef þú ert á aldrinum 18 til 35 ára og hefur áhuga á að taka þátt getur þú skráð þig hér: 

Tengill á síðu fyrir skráningu


Fréttir