Hlutafélagið Matís ohf.
Hlutafélagið Matís ohf. tók til starfa 1. janúar 2007 á grundvelli laga nr. 68/2006 og heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í hlutafélaginu sameinuðust þrjár ríkisstofnanir sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í matvælaiðnaði. Þetta voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar.
Síðastliðin tvö til þrjú ár hefur áhugi fjölmiðla á Matís aukist til mikilla muna. Nú er svo komið að fréttir frá starfssemi Matís eða af starfsmönnum fyrirtækisins eru nánast daglegt brauð; allt frá staðarblöðum eins og Feyki í Skagafirði og yfir í forsíðufréttir á stærstu fréttamiðlum landsins.
Hægt er að senda fyrirspurnir á markadsmal@matis.is.
Merki (logo) Matís
Blátt á hvítum grunni (.jpg)
Blátt á glærum grunni (.png)
Hvítt á glærum grunni (.png)
Ef óskað er eftir merki Matís í hærri upplausn en hér er, vinsamlegast hafið samband við Þormóð Dagsson.