Atvinna í boði

Fyrirsagnalisti

Atvinna í boði

Matís er framsækið þekkingarfyrirtæki sem hefur á að skipa samhentum hópi starfsfólks sem hefur það að sameiginlegu markmiði að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði matvælaframleiðslu. Hafir þú áhuga á að starfa með góðum hópi starfsfólks í lifandi umhverfi, sem knúið er af rannsóknum og nýsköpun, þá hvetjum við þig til að senda inn almenna umsókn ásamt ferilskrá.   

Viltu skapa verðmæti?

Matís ohf. leitar að framúrskarandi textasmið sem getur sett flóknar upplýsingar fram á skýran og lifandi hátt.

Um er að ræða fullt starf á starfsstöð Matís á Akureyri.

Nánari upplýsingar

Umsóknarsíða intellecta

Doktorsnemi í efnagreiningum

Matís auglýsir eftir doktorsnema í efnagreiningum í rannsóknarverkefnið: „Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum“ (e. Distribution of arsenic species within the macroalgae - emphasis on arsenolipids) sem er styrkt af Rannsóknasjóði til 3 ára

Nánari upplýsingar veitir Dr. Ásta Heiðrún Pétursdóttir - astap@matis.is

Nánari upplýsingar

Almenn umsókn

Hafir þú áhuga á að starfa með góðum hópi starfsfólks í lifandi umhverfi, sem knúið er af rannsóknum og nýsköpun, þá hvetjum við þig til að senda inn almenna umsókn ásamt ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Hróar Hugosson - hroar@matis.is

Umsóknarsíða Matís

Meðferð umsókna

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum um auglýst störf verður svarað þegar ráðið hefur verið í starfið. Almennar umsóknir eru geymdar í sex mánuði. Umsækjendur eru beðnir um að endursenda almennar umsóknir að sex mánuðum liðnum ef viðkomandi óskar eftir að vera áfram á skrá.