Starfsemi Matís
Þekking, þróun og nýsköpun
Matís er þekkingar- og vísindasamfélag sem byggir á sterkum rannsóknainnviðum og samstarfi, með það að markmiði að hámarka áhrif fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun.
Fyrirtækið styður viðskiptavini til aukinnar verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu.
Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla.
Helstu markmið Matís eru:
- Efla nýsköpun og auka verðmæti matvæla
- Stuðla að öryggi matvæla
- Stunda öflugt þróunar- og rannsóknastarf
- Efla samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi
Verkefni Matís tengjast fjölmörgum sviðum innan matvæla- og líftækni og skiptist í starfsemin í tvö fagsvið:
- Rannsóknir og nýsköpun - Anna K. Daníelsdóttir
- Mæliþjónusta og innviðir - Hrönn Ólína Jörundsdóttir
Helstu verkefni sem unnið er að hjá Matís:
- Aðfangastjórnun
- Erfðatækni
- Fiskeldi
- Framleiðslutækni
- Líftækni
- Matvælaöryggi
- Rekjanleiki
- Umhverfismál
- Vöruþróun
- Vinnslutækni