Útgáfa og miðlun

Mikilvægur þáttur í starfsemi Matís er að miðla þeim upplýsingum sem okkar vísindastarf, hvort heldur er rannsóknir eða samstarf, gefur af sér. 

Þekking er til lítils ef henni er ekki deilt til annarra og því liggur metnaður fyrirtækisins í því að koma upplýsingum til samstarfsaðila, neytenda og eigenda Matís, þ.e. íslenska ríkisins.

Þetta gerir Matís með útgáfu á efni svo sem ársskýrslum, einblöðungum og bæklingum hvers konar, gagnagrunnum, rekstri heimasíðna og notkun samfélagsmiðla svo fátt eitt sé nefnt.